Ytri Rangá er eitt þeirra vatnsfalla sem glímir ekki við vatnsleysi. Veiðin í Ytri Rangá fór rólega af stað, eða eðlilega af stað eins og margir segja. Sögulega séð þá hefur komið kraftur í göngurnar í kringum seinni stóra strauminn í júlí, og sá stóri straumur er akkúrat á sama tíma og við eigum 2 erlendar forfallastangir, 16-19. júlí. Við bjóðum þessar stangir á 25% afslætti. Hægt er að að taka 1-3 daga.

Sendið okkur póst ef þið hafið áhuga á degi í Ytri Rangá á Stórstreymistíma.