Hallanda svæðið í Hvítá er Fornfrægt stórlaxa svæði. Það er á milli Stóru-Ármóta og Langholts. Veitt er á 2 stangir á svæðinu og eru þær seldar saman á verði sem er fáheyrt fyrir laxveiðileyfi hér á landi. Verðið er kr. 20.000 fyrir pakkann (báðar stangir) og eru heilir dagar seldir, veiðitími: 7-13 og 16-22. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.

Nú á dögunum var tekið í notkun veiðihús, sem er neðst á svæðinu og ef veiðimenn hafa áhuga á að nýta húsið til gistingar, þá er það einnig mögulegt gegn vægu gjaldi. Veiðibókin er í húsinu og er skylda að skrá allan aflan í hana.

Veiðin í sumar hefur verið góð, þó ennþá vanti skýrslur frá öllum veiðimönnum sem veitt hafa á svæðinu í sumar. Hér að neðan eru myndir frá aflanum sem kom á land 15. júlí. 4 laxar sem komu á land á Sandvíkinni, teknir á maðk. Veiðimenn Anna Kristín Óladóttir, Steingrímur Ólason og Hafsteinn Stefánsson.

Hér má finna nokkra lausa daga á Hallandasvæðinu í sumar.