Veiðin í Ytri Rangá fór rólega af stað í júní og í júlí hefur verið hægur stígandi, viku til viku. Síðustu dagar hafa flestir verið góðir og í gær var stærsti dagurinn í sumar, á Ytri Rangár svæðinu þegar um 40 löxum var landað. Framundan er stækkandi straumur og ef Ytri Rangá er að detta í sinn gamla „rythma“ þá ættu göngur að ná hámarki í fyrstu 2 vikunum í ágúst.

Örfáar stangir eru lausar fyrri hluta ágúst, í staka daga. Svo eru nokkrir dagar lausir í lok ágúst.  Þegar komið er inní maðka og spúna tímann í September, þá eru einnig lausar nokkrar stangir. Sjá hérna.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá því í júlí í Ytri Rangá