Fossá í Þjórsárdal er mjög góð síðsumars laxveiðiá, en einnig góð silungsveiðiá. Laxasvæðið er fyrir neðan Hjálparfoss og niður að ármótum Fossár og Þjórsár. Á laxveiðitímanum veiðist oft töluvert af bleikju og sjóbirtingi og stöku staðbundinn urriði. Silungasvæðið nær frá Hjálparfossi að neðanverðu og uppað Háfossi að ofanverðu. Nú í maí og fram til 15. júní, erum við með kynningartilboð á báðum þessum svæðum en veitt er með 2 stöngum fyrir neðan foss og 2 stöngum fyrir ofan foss.

Svæðið fyrir neðan Hjálparfoss, laxasvæðið, hefur lítið sem ekkert verið stundað á vorin en þó hafa þeir sem hafa kíkt veitt ágætlega og orðið var við fisk víða.  Aðgengi að svæðinu er mjög gott. Tilboð fyrir 2 stangir í maí og fram til 15. júní er á kr. 15.000 (7.500 stöngin). Hérna má sjá lausa daga.

Silungsvæðið er á milli Háafoss og Hjálparfoss og báðir fossar eru ófiskgengir. Silungavæðið geymir töluvert af vænum urriða og einnig smærri í bland. Aðgengi að neðri hluta Silungasvæðisins er fínt en efri hlutinn rennur í Gljúfri og eina leiðin til að veiða það svæði er að leggja á sig góða gönguferð. Hái foss er einn hæsti foss landsins og tilkomumikið er að standa þar undir og veiða fosshylinn sem oft gefur fína fiska. Huga þarf hinsvegar alltaf að vatnsmagni og veðurspá, þegar veitt er í gljúfrum. Í maí og fram til 15. júní erum við með tilboð á þessu svæði, kr. 10.000 fyrir 2 stangir (5.000 stöngin á dag). Hérna má sjá lausa daga.