Veiðin í Hlíðarvatni í sumar er búin að vera góð. Veiðitímabilið hófst þann 1. maí en tímabilinu lýkur í lok September. Heimilt er að veiða á flugu og spún í  Hlíðarvatni í Selvogi. Þegar veiðimenn bóka veiðileyfi í Hlíðarvatni, þá fá fylgir með aðgangur að veiðikofa(húsi) við vatnið.

Þegar fer að hausta og skólar byrja á ný, þá minnkar ástundun veiðimanna á Hlíðarvatni – ekki vegna þess að veiðin sé erfiðari eða verri, heldur frekar vegna þess að veiðimenn hafa öðrum hnöppun að hneppa. Hlíðarvatn er hinsvegar ekki nema í um 50 mínútna fjarðlægð frá Reykjavik og því tilvalið að lengja veiðitímabilið með skottúr austur fyrir fjall.

Veiðimenn sem hafa verið í vatninu síðustu daga hafa margir Veitt mjög vel. Botnavíkin hefur m.a. verið að gefa mjög vel.

Hérna má finna lausa daga í Hlíðarvatni í September.