Fín veiði er á Hrauni þessa dagana. Tölvert virðist vera af birtingi á svæði og svo höfum við einnig heyrt af veiðimönnum sem sett hafa í laxa sem eiga leið um ósinn. Valgeir Ólafsson sendi okkur mynd af þessum 7 punda urriða sem hann náði á Hrauni í gær – rétt fyrir ofan brúna. Hann fékk hann á Svartan Toby. Gríðarlega flottur birtingur.

Það eru laus veiðileyfi á Hrauni á næstu dögum – kr. 2.500 stöngin á dag. Sjá hér.