Veiðin í Gufuá hefur farið rólega af stað, þó flestir veiðimenn hafi haft sömu sögu að segja – að mikið væri af laxi niðri á Ósasvæðinu. Við heyrðum í veiðimönnum sem voru við ána í gær. Þeir náðu 6 löxum á land og sögðu mikið líf vera frá svæði 0 og uppí stað nr. 6.

Það er lítið laust framundan í Gufuá, en þó eru dagar lausir í lok júlí. Svo má geta þess að þegar líður á vikuna, þá er spáð hressilegri rigningu og þá verður gæti orðið mjög gaman í Gufuá, sem og öðrum ám á vesturlandi.

Sjá lausa daga hérna,

Á meðfylgjandi mynd má sjá ungan veiðimann með lax frá því í gær, úr Gufuá.