//Hraun í Ölfusi – Veiðileyfin eru komin á vefinn

Hraun í Ölfusi – Veiðileyfin eru komin á vefinn

Nú eru veiðiðileyfin fyrir landi Hrauns í Ölfusi komin á vefinn. Veiði hefst 1. apríl.

Jörðin Hraun (Hraunstorfan) er staðsett vestan Ölfusárósa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Stangveiði hefur lengi verið stunduð á Hrauni. Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu, bæði er það sjóbirtingur og bleikja sem tekur agn veiðimanna. Nú geta veiðimenn nálgast veiðileyfi á veiðisvæði Hrauns, inni á veiða.is

Verð veiðileyfa er mjög hóflegt, að kr. 2.500. Seldar eru dagstangir og er veiðitíminn frá 7-22 alla daga. Mest er veitt á spún og straumflugur á svæðinu en annað agn er einnig leyfilegt.

Mesta veiðivonin er rétt fyrir aðfall og meðan fellur að. Oft er betra að byrja neðst í ósnum og færa sig ofar þegar fellur meira að. Á útfallinu getur verið gott að vera ofarlega eða þar sem landállinn slær sig að bakkanum, þegar byrjar að falla aftur út. Fiskurinn, sem oftast er í ósnum í æti, og þá sérstaklega í sandsíli, fylgir flóðinu upp í ána og gengur síðan niður þegar fellur aftur út.

Hérna má ná sér í dag í Ölfusá fyrir landi Hrauns.

2019-03-08T22:02:54+00:008. mars 2019|Fréttir|