//Ytri Rangá – Flottir dagar lausir tímabilið 2019

Ytri Rangá – Flottir dagar lausir tímabilið 2019

Ytri Rangá 2019 er ein albesta laxveiðiá landsins, enda er engin laxveiðiá hér á landi sem eru með jafn mikla meðalveiði og Ytri Rangá. Síðustu 12 árin hafa um 6.800 laxar veiðst í Ytri Rangá að jafnaði. Veitt er á 12-16 stangir í Ytri Rangá á 4 svæðum. Fluga er eina leyfilega agnið frá upphafi tímabils í júní og fram í byrjun September. Þá mega veiðimenn einnig byrja að nota spún og maðk og það er leyfilegt til enda tímabils, í október. Ytri Rangá er mjög vel bókuð fyrir komandi tímabil en þó eru nokkrir dagar lausir, dreift yfir sumarið.

Júní:

  • Eigum lausar stangir 26., 27., og 28. júní. Heilir dagar og ekki er gistiskylda á þessum tíma. Flottur tími. Hérna er Veitt á 12 stangir á svæðum 1-3.

Júlí:

Ágúst:

  • Eigum eina stöng lausa 9-12. ágúst. Eigum 2 stangir lausar 14-15. ágúst. Eigum síðan 1-4 stangir lausar á tímabilinu 19. ágúst til 1. September.

September:

  • Í September eigum við lausar stangir 9-11. September. Einnig 19. og 20. September, heilir dagar. Við svo líka lausar stangir 23., 24., 26., og 29. og 30. September. Dagar eftir 20. September eru án gistiskyldu.

Hérna má finna flesta þessa daga en ef óskað er eftir frekari upplýsingum, sendið okkur endilega póst á veiða.is

2019-03-08T15:07:44+00:0024. febrúar 2019|Fréttir|