Veiðin hófst í Hvolsá og Staðarhólsá hófst 1. júlí. Veiðin fór rólega af stað, þó töluvert af laxi sæist bæði í lóninu og í nokkrum hyljum uppí á. Síðasta holli gekk samt ágætlega en það landaði 14 löxum og töluvert af bleikju. 3 laxar komu í lóninu en hinum löxunum náðu þeir uppí ánum.

Hvolsá og Staðarhólsá er uppbókuð í júlí og ágúst en laus holl í September.