Veiðitímabilið í Vatnsá var að hefjast. Við heyrðum frá erlendum veiðimönnum sem eru í dag í ánni. Þeir sögðust hafa séð mikið af laxi og í nokkrum hyljum væru 6-10 laxar, og færri í fjölmörgum öðrum. Þegar við náðum í þá, þá voru þeir búinir að setja í 3 laxa og landa 2 af þeim. Til viðbótar við laxveiðina þá voru þeir búnir að ná 20-30 urriðum og sjóbirtingum – stærstu í kringum 55 cm.

Við eigum eitt holl laust í Vatnsá í sumar. Það er hollið 20-22. júlí. Sjá hér,

EM – þessir erlendu veiðimenn lönduðu samtals 4 löxum 18.júlí, og misstu annað eins.