Langadalsá á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í um 4 – 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, 24 km.að lengd og fellur um samnefndan dal til sjávar við Nauteyrarós innst við Ísafjarðardjúp. Áin er fiskgeng um 20 km. veg og meðal sumarrennsli 1,6 rúmm. á sek. Hún rennur um vel gróið láglendi norður Langadalinn, sem er óvanalegt á þessum slóðum.

Langadalsá er veidd með aðeins 4 stöngum og er eingöngu leyfð fluguveiði enda er áin einstaklega vel fallin til fluguveiða. Mjög gott veiðihús er við ána sem  inniheldur m.a. 8 tveggja manna herbergi, rúmgóða stofu og borðstofu. Þá er góð verönd við húsið, góð gufa, heitur pottur og gasgrill. Langadalsá hentar þvi einstaklega vel fyrir minni veiðhópa og fjölskyldur.

Nokkur holl eru laus á komandi veiðitímabili og dreifast þau jafnt yfir sumarið. Seldir eru 2 eða 3 dagar í senn, allar stangir saman í pakka. Stangardagurinn (1 stöng í 1 dag) er frá kr. 39.000 – 94.000.