Laxveiðitímabilið er hafið. Veiði hófst í Þjórsá í dag og veiddist vel á fyrstu vaktinni. Á næstu dögum munu svo fleiri ár fylgja í kjölfarið – veiðisumarið 2020 er hafið. Það eru ennþá nokkur laus holl í Blöndu og Norðurá í Júní en einnig eigum við lausa staka daga í laxveiði þar sem veiðimenn þurfa ekki að dvelja í húsi með þjónustu heldur geta yfirleitt mætt að morgni veiðidags og farið að kveldi. Hérna er smá listi yfir þessar ár og svæði:

  • Eystri Rangá: Eigum lausar stangir á 2 dögum, 16. júní og 18. júní. Stangardagurinn á kr. 49.000 en ef þú ert skráður á póstlista veiða.is, þá er afsláttur af verðinu. Sendið póst á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.
  • Ytri Rangá: Eigum lausar stakar vaktir 30. júní og svo einnig staka daga þann 1. júlí. Engin gistiskylda. Svo er mögulega einnig laus 1 stöng 22. júní og fh 23. júní.
  • Syðri Brú í Soginu: Tveir dagar lausir í júní. Stangardagurinn á kr. 35.000
  • Hvítá við Skálholt: Eigum staka daga lausa í Hvítá við Skálholt. 2 stangir seldar saman í pakka, samtals á kr. 20.000.
  • Gufuá í Borgarfirði: Nokkrir dagar lausir í Gufuá í lok júní og byrjun júli. Stöngin á dag á kr. 26.000 – 31.000
  • Hallandi í Hvítá: Lausir dagar í lok júní og í byrjun júlí. 2 stangir í pakka á kr. 35.000. Veidd seinniparts vakt og síðan fyrri partur.