Veiðsvæðið Brennan er við ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Sá fiskur sem er á leið í Þverá fer þarna um. Í Brennunni hafa veiðimenn mest veitt í vatnaskilunum þar sem árnar mætast. Veitt er á 3 stangir í Brennunni mest allt tímabilið og leyfilegt er að veiða á flugu allt tímabilið en í ágúst og september er einnig leyfilegt að veiða á spún.  Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu.

Hérna inná vefnum á finna laus holl í Brennunni í sumar og haust. Það er sjaldgæft að holl losni í júní og júlí, en í ár bregður svo við að fleiri holl eru laus á þeim tíma en oft áður – sum þessara holla eru á betra verði.

Við vorum að fá til okkar forfallaholl í júní, 9-11. júní. Frábær tími á þessu svæði, enda gengur fiskur snemma uppí Þverá.

Við erum einnig með 2 holl á frábærum tíma í júlí. 17-19. júlí (selt) og 27-29. júlí. Þessi tími gefur yfirleitt góða veiði. Bæði af laxi, en svo er birtingur farinn að ganga í lok mánaðarins.

Í ágúst og september eigum við svo holl á lækkuðu verði. Sjá hér.