Urriðasvæði Laxár í Aðaldal eru komast í gang eftir erfiðan vetur. Sum svæðana í Laxá „opnuðu“ þann 1. apríl en flest þeirra opna 20. maí. Eitt þeirra svæða sem opnaði 1. apríl er Presthvammur. Það er efsta svæðið, austan megin í Laxánni. Presthvammur er eitt af betri urriðasvæðnum í ánni og þar veiðast oft vænir fiskar. Leigutaki svæðisins sagði okkur frá 3 félögum sem hittu á frábæran dag á svæðinu í gær.

Það voru þeir Gylfi Kristjáns­son, Sólon Arn­ar Kristjáns­son og Guðjón Rafn Steins­son sem hittu á fyrsta alvöru daginn í sumar á Presthvammssvæðinu. Á 7 tímum lönduðu þeir yfir 30 fiskum og misstu fjölmarga. Var fiskurinn að taka ýmsar púpur, eins og Krókinn, Beykir, Mýslu og fleiri góðar. Flestir fiskarnir voru á bilinu 45-63 cm langir. Hérna má finna Veiðileyfi á öll helstu urriðasvæðin í Laxá í Aðaldal.

Tilboð á Veiði og Gistingu í Laxá í Aðaldal

Vegna forfalla, þá getum við boðið nokkur holl á 3 urriðasvæðum í Laxá í Aðaldal á frábæru verði:

Veiðileyfi með gistingu og uppábúið 17.500 kr – Presthvammur, Syðra fjall og Staðartorfa ásamt gistingu í glæsilegu húsi uppábúið með eldhúsi og fullkomið fyrir hópa sem vilja vera í sjálfsmennsku.

  • 8. til 10. júní 3 heilir dagar 6 stangir með gistingu fyrir 6 verð per stöng með gistingu og uppábúnu 17.500 kr á dag. Heildarverð fyrir 6 stangir í 3 daga með gistingu 315.000 kr.
  • Selt! 11. til 12. júní 2 heilir dagar 6 stangir með gistingu fyrir 6 verð per stöng með gistingu og uppábúnu 17.500 kr á dag. Heildarverð fyrir 6 stangir í 2 daga með gistingu 210.000 kr.
  • Selt! 6. til 8. júlí 3 heilir dagar 6 stangir með gistingu fyrir 6 verð per stöng með gistingu og uppábúnu 17.500 kr á dag. Heildarverð fyrir 6 stangir í 3 daga með gistingu 315.000 kr.

Möguleiki er að bæta við fleiri stöngum og gisting fyrir aukamenn ef menn vilja vera 2 á stöng kostar 5.000 kr á mann.

Sendið póst á info@veida.is, hafið samband á Facebook eða hringið í sima 897 3443 fyrir frekari upplýsingar.