Lónsá er lítil veiðiperla á Langanesi. Lónsá er í um 5 mínútna fjarlægð frá Þórshöfn og rennur áin í sjóin stutt frá bænum Ytra Lóni.
Lónsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir góða sjóbleikju veiði en bæði sjóbirtingur og staðbundin urriði hefur aukist mikið síðustu ár. Stangardagurinn í Lónsá kostar kr. 15.000. Hérna má finna meiri upplýsingar um Lónsá.

Á bakka Lónsár stendur bærinn Ytra Lón en þar hefur verið rekið gistiheimili um árabil, ásamt hefðbundum búrekstri. Veiðimenn sem veiða í Lónsá hafa iðulega dvalið að Ytra Lóni og í sumar býður Ytra Lón frábært verð fyrir gistingu fyrir veiðimenn: „Gistiverð er þá 7.500 kr á mann miðað við tvö í herbergi. Morgunmatur innifalinn.“. Verð með veiðileyfi, gistingu og morgunmat er því á kr. 22.500 á dag. Frábært tilboð sem við hvetjum sem flesta veiðimenn, sem eru á ferð um landið, að nýta sér.

Hægt er að senda okkur póst á info@veida.is fyrir nánari upplýsingar.