Nú á haustmánuðum, eftir stóreinkennilegt veiðitímabil hér á landi, þá hefur hreyfing komist á ýmiss ársvæði. Þessa tilkynningu hér að neðan fengum við frá veiðiréttareigendum við Alviðru í Soginu.

 

Útboð á silungs- og laxveiði í Soginu – Alviðru

Eigendur Alviðru undir Ingólfsfjalli og Öndverðarness II í Grímsnes- og Grafningshreppi, eru handhafar réttar til stangveiði í Soginu.

Veiðisvæðið sem um ræðir er vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúr við Þrastarlund. Fjöldi stanga er tvær.
Sogið er sögufræg veiðiá. Silungsveiðitíminn er frá 1. apríl til 31. maí og laxveiðitíminn frá 24. júní til 23. september.

Óskað er eftir tilboðum í leigu á framangreindum réttindum til stangveiðar frá og með árinu 2021, og í allt að 5 ár, sem og afnotum af vel útbúnu 60 fm. veiðihúsi sem staðsett er að Alviðru.

Tilboð sendist fyrir 7. nóvember til tryggvi@landvernd.is
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Frekari upplýsingar veitir Kristján Geir Gunnarsson í síma 846 0252