Nú er farið að styttast í veiðitímabilinu hér á Íslandi. Nokkrar ár hafa „lokað“nú þegar fyrir veturinn en margar loka nú í lok september. Veiðin í nokkrum sjóbirtingsám og laxveiðiám, teigir sig svo inní miðjan október.

Ein Á sem kom ný í sölu til okkar nú í sumar er Úteyjar svæðið í Hólaá. Svæðið þekkjum við mjög vel. Yfir sumarið þá er svæðið yfirleitt fullt af bleikju, bæði smárri og stærri bleikju – þá er urriðinn í minnihluta. Þegar kemur inní haustið þá breytast hlutföllin iðulega og meira fer að veiðast af urriða – rigningar og breytingar á vatnshæð Laugarvatns og Hólaár leiða oft til þess að urriðinn sækir í ósinn í miklu mæli – oft er þar fiskur sem er farinn að huga að hrygningu.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru á góðum degi, um miðjan september í fyrra. Við hvetjum alla sem fara til veiða í Hólaá, að hirða urriðann í hófi.

Hérna eru veiðileyfin í Hólaá.