Veiðitímabilið er farið af stað. Á Suðurlandi fraus víða í lykkjum og éljahryðjur gerðu veiðimönnum erfitt fyrir. Fyrir norðan var veðrið betra en stillt og bjart var víða þegar veiðimenn hófu veiðar Engin sást við veiðar við Vífilsstaðarvatn í morgun, þegar veiða.is var á ferðinni, enda ca 15 cm þykkur snjór sem huldi jörðina og krapi var á vatninu.

Varmáin fór rólega af stað, en þó hafði Lúðvík Brynjarsson og félagi hans, sett í nokkra fiska þegar komið var undir hádegi. Þar á meðal þessa flottu bleikju sem fékkst á Stöðvarbreiðunni.

Veiðin í Vatnamótunum fór ágætlega af stað, þó kalt væri í veðri og snjóél. Um 20 fiskar voru komnir á land um hádegið.

Veiðin í Litluá í Kelduhverfi fór vel af stað í morgun og undir hádegi var fjöldi fiska komin á land og margir yfir 70 cm langir.

Fleiri fréttir síðar í dag.