//Veiðitímabilið 2019 er hafið

Veiðitímabilið 2019 er hafið

Til hamingju allir veiðimenn og veiðikonur – Veiðitímabilið 2019 er hafið, það er 1. apríl í dag.

Við munum fylgjast vel með, hvernig þessi fyrsti veiðidagur ársins fer af stað. Í nótt var frost eða við frostmark um allt land. Snjókoma eða él á suður og suð-vesturlandi en þurrt fyrir norðan. Þegar kemur inní daginn eru líkur á að það sjái til solar víða, amk. tímabundið, og þurrt verður að mestu á veiðislóð.

Á Suðurlandi hefst Veiðin í fjölmörgum sjóbirtingsám og silungsveiðiám, t.d. Vatnamótunum, Ölfusá, Varmá, Minnivallalæk, Tungulæk, Geirlandsá og Brúará. Á Norðurlandi hefst veiði í Myrarkvisl, Brunná, Litluá og víða.

Við munum reyna að flytja fréttir frá veiðisvæðum í dag.

 

Mynd: Sturla Örlygsson með flottan urriða úr Minnivallalæk, frá því fyrir nokkrum árum.

 

2019-04-01T07:46:40+00:001. apríl 2019|Fréttir|