//Veiðikortið 2019 er að koma út

Veiðikortið 2019 er að koma út

Nú eftir mánaðarmótin mun Veiðikortið 2019 koma í búðir. Á næsta ári munu handhafar kortsins geta veitt í samtals um 35 vötnum, víðsvegar um Ísland. Nokkrar breytingar urðu á úrvali vatna milli ára: Hreðavatn í Norðurárdal, Hólmavatn og Laxárvatn í Dölum og Meðalfellsvatn koma inná kortið en vötnin í Svínadal auk Hítarvatns, fara útúr kortinu.

Verð Veiðikortins verður kr. 7.900 á næsta ári og er það óbreytt á milli ára.

Eins og áður, þá fá þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is, Veiðikortið á betra verði eða kr. 6.900. Hérna er hægt að panta Veiðikortið

2018-11-29T21:55:44+00:0029. nóvember 2018|Fréttir|