Nú nálgast nýtt veiðitímabil óðfluga og veiðileyfin streyma útaf vefnum, bæði silungs– og laxveiðileyfi. Fyrir Laxveiðáhugamanninn, þá hefur úrvalið sjaldan verið meira inni á vefnum og á eftir að aukast enn frekar næstu daga og vikur. Tvö af þeim svæðum sem hafa verið inni hjá okkur hvað lengst, eru veiðileyfi í Ytri Rangá og Eystri Rangá – þau má áfram finna hérna á vefnum.

Nokkuð er um lausa daga í Ytri Rangá í ágúst í sumar, sem og einnig frá 13. september. Fluga er eina leyfilega agnið frá opnun í júní og fram til 1. september. Eftir það er einnig leyfilegt að veiða á maðk og spún. Ef fleiri dagar losna, þá koma þeir beint inná vefinn.

Síðustu veiðitímabil, þá höfum við verið með í sölu hjá okkur bæði haustdaga í Eystri Rangá og daga í Júní. Nú ber svo við að Júní er uppseldur en við eigum lausar stangir og daga í september og október. Fluga verður eina leyfilega agnið í Eystri Rangá frá opnun í júní og fram undir lok ágúst mánaðar, en eftir það er einnig leyfilegt að veiða á maðk og spún.

Ytri og Eystri Rangá hafa á undanförnum árum verið til skiptis á toppi lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins, í lok hvers tímabils. Oftast hefur það verið Ytri Rangá sem endað hefur á toppnum, en síðustu 2 ár hefur Eystri Rangá sótt mikið í sig veðrið. Áhugavert verður að fylgjast með komandi veiðisumri, en skilyrði virðast hafa verið góð í sjónum við landið þegar seiði gengu til sjávar síðast vor og sumar. Sjór var hlýr og nægt æti virðist hafa verið til staðar.

Hérna má finna veiðileyfi í Ytri og Eystri Rangá.