Veðurguðirnir hafa vætt okkur vel í mai, bæði með gríðarlega mikilli rigningu en einnig snjó. Jörðin er gegnsósa og meiri snjór er í fjöllum heldur en oft á þessum tíma árs, og veit það á gott fyrir vatnsbúskap laxveiðiáa í sumar. Þessi væta og kuldi nú í maí hefur gert það að verkum að mörg vötn eru seinni til, en undanfarin ár. Hitastig síðustu daga hefur verið í kringum °10 C og nú virðist líf vera að færast í vötnin, ef marka má fréttir síðustu daga.

Ólafur Tómas Guðbjartsson var við veiðar við Þingvallavatn í gærmorgun. Á stuttum tíma náði hann að setja í 3 væna fiska. Fyrst var það stór urriði sem tóka púpuna hans og síðan setti hann í 2 vænar kuðungableikjur. Urriðinn slappp, eftir að hafa brotið krókinn á peacock-num hans, að bleikjurnar sluppu ekki. Ólafur er duglegur að „snappa“ og hvetjum við alla til að fylgjast með honum undir heitinu „dagbokurrida“.

Við hvetjum alla veiðimenn til að nýta veðurglugga til að kíkja í veiði, Morgundagurinn verður blautur, en síðan tekur við ágætis veðurkafli, ef veðurguðirnir leyfa. Við minnum á að þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá Veiðikortið á betra verði.