Veiðin hófst í Ytri Rangá í morgun. Í júní er veitt á max 12 stangir í Ytri Rangá og eru 3 neðstu svæðin mest stunduð – en einungis hluti leyfilegra stanga var nýttur í morgun. Þegar veiði hófst var töluverð spenna í hópnum, enda hafði sést til laxa í ánni fyrir all mörgum dögum síðan. Fyrsti laxinn kom á land rétt um kl. 8 í morgun, á Rangárflúðum – 88cm langur stórlax. Annar lax kom á land á flúðunum skömmu síðar, smálax í góðum holdum.

Einnig kom lax á land á Breiðabakka og morguninn skilaði því 3 löxum. Veiðimenn misstu einnig nokkra laxa, bæði á flúðunum, Gunnugilsbreiðu, Ægissíðufossi og í Djúpósnum. Að auki skilaði morgunvaktin 6 flottum urrriðum.

Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu á næstu dögum í Ytri Rangá.