Veiðin í Brunná/Sandá hófst í dag, 1. apríl. Veðrið var ágæt í morgun þegar veiði hófst, hægviðri, bjart og hiti rétt undir frostmarki. Við fengum nokkrar myndir frá morgninum, en það voru Kristinn Þeyr og félagar sem áttu fyrsta veiðidaginn á svæðinu. Það fylgdi ekki sögunni, hversu margir fiskar nákvæmlega komu á land fyrstu klukkutímana, en þeir voru vafalítið allmargir.

Brunná/Sanda geymir mikið af fiski, og margir þeirra eru í stærri kantinum. Hérna má finna lausa daga í vorveiðinni í Brunná.