Ferðalög til fjarlægra landa virðast ekki vera inní myndinni í sumar fyrir Íslendinga og mun það örugglega leiða til þessa að landar okkar munu horfa meira til þess að hreyfa sig hér innanlands – ferðast um landið og/eða vera dugleg að skipuleggja útiveru fyrir fjölskylduna nálægt heimilinu. Stangveiði er frábær leið til að njóta náttúru Íslands og útiveru, hvort sem er fyrir einstaklinga, fjölskyldur eða vinahópa. Til að veiða á Íslandi þarf hinsvegar veiðileyfi í viðkomandi Á eða vatn. Hér eru nokkrar hugmyndir ef þú ætlar að ferðast um landið, eða ert að leita af skemmtilegri, tiltölulega ódýrri eða fjölskylduvænni veiði nálægt þér.

Veiðikortið 2020

Veiðikortið er einn hagkvæmasti kostur sem til er á Íslandi fyrir veiðimenn og kortið er mjög fjölskylduvænt. Veiðikortið kostar kr. 7.900. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Hérna getur þú keypt Veiðikortið 2020

7 vatnana er á suðurlandi, 12 á vesturlandi, 8 á norðurlandi og 7 á austurlandi.

Suð-austur og austurland

Það eru fjölmargir að velta fyrir sér að láta verða af því, að ferðast hringinn í kringum landið og skoða og upplifa staði og svæði sem þeir hafa aldrei eða sjaldan séð áður. Austurlandið, austan við Kirkjubæjarklaustur er án efa það svæði sem fæstir Íslandingar ferðast um að jafnaði. Á því svæði eru fjölmargar ár og vötn sem gaman er að staldra við, til skemmri eða lengri tíma, við veiðar.

 • Veiðikortið: Vötn eins og Urriðavatn, Kleifarvatn og Skriðuvatn eru góðir kostir – staðsett rétt við þjóðveginn.
 • Jöklusvæðið: Jökla og hliðarár hennar eru frábær veiðisvæði sem geyma bæði mikið af laxi en einnig bleikju og urriða. Jökla er norðan við Egilsstaði. Fluga er leyfilegt agn framanaf sumri, en síðsumars er leyfilegt að veiða á spún og maðk. Á flest svæði er hægt að kaupa staka daga á aðal svæðið þarf að bóka 2-3 daga. Verð veiðileyfa er frá kr. 15.000 dagurinn.
 • Lónsá á Langanesi: Lónsá er frábær silungsveiðiá í ca. 5 mínútna aksturs fjarðlægð frá Þórshöfn. Lónsá er mjög góð bleikjuá en einnig veiðist töluvert af sjóbirtingin og staðbundnum urriða. Verð veiðileyfa er kr. 15.000 á dag en út júní þá getum við boðið Veiðileyfi og Gistingu við Lónsá á frábæru tilboði, kr. 22.500. Veiðileyfi fyrir 1 veiðimann og gisting á gistiheimilinu að Ytra Lóni. Sendið póst á info@veida.is fyrir frekari upplýsingar.

Ef þið stefnið á að ferðast um austurlandið í sumar, og viljið fá góðar hugmyndir hvernig og hvar best er að komast í veiði – sendið okkur póst á info@veida.is

Norðurland

svartá

Á norðurlandi má finna margar af betri urriðaám landsins en einnig fínar laxveiði og bleikjuár. Einnig er á þessu svæði að finna margar náttúruperlur.

 • Veiðikortið: Vestmannsvatn er mjög gott vatn. Arnarvatn, Hraunhafnarvatn og Æðarvatn á Melrakkasléttu. Ölvesvatn – Vatnsvæði Selár, hérna er hægt að dvelja svo dögum skiptir.
 • Laxá í Aðaldal, Urriðasvæðin: Efsti hluti Laxár í Aðaldal geymir nokkur frábær urriðasvæði. Misjafnt er hversu margar stangir eru leyfðar á hverju svæði en almennt eru 2-3 stangir leyfðar á hverju svæði. Svæðin eru m.a. Presthvammur, Syðra-Fjall, Staðartorfa og Múlatorfa. Verð veiðileyfa á urriðasvæðin er kr. 15.000 stöngin á dag. Nú í vor og fram á sumar getum við boðið gistingu með leyfunum á úrvalsverði, Kr. 20.000 fyrir dagleyfið og gistingu á gistiheimilinu Brekku sem stendur við ána. Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð. Sendið póst á info@veida.is fyrir nánari upplýsingar.
 • Mýrarkvísl: Mýrarkvísl er mjög góð urriða og laxveiðiá sem rennur í Laxá í Aðaldal. Sjá hér.
 • Svartá í Skagafirði: Góð urriðaá sem geymir stóra fiska. Verð veiðileyfa er kr. 13.000 á dag. Hægt er að fá gistingu frá kr. 10.000 í tveggja manna herbergi, í gistihúsum sem eru við ána.
 • Silungasvæðið í Miðfjarðará: Úrvals kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. 3 stangir seldar saman í pakka. Heildarverð er kr. 59.000 fyrir daginn, með afnotum af húsi.

Ef þið eruð á leiðinni norður, og viljið fá góðar hugmyndir hvar best er að komast í veiði – sendið okkur póst á info@veida.is

Vesturland

Vesturland geymir margar af bestu laxveiðiám landsins en einnig eru fínar bleikjuár og mjög góð vötn í þessum hluta landsins. Vötnin eru mörg hver í þægilegri akstursfjarðlægð frá Reykjavik. Fyrir laxveiðiárnar, þá þarf oft að bóka 2-3 daga í senn en þó eru ár sem selja staka daga.

Ef þið ætlið að dvelja eða ferðast um vesturlandið í sumar og viljið fá góðar hugmyndir hvar best er að komast í veiði – sendið okkur póst á info@veida.is

Suðurlandið

Hvort sem þið ráðgerið að ferðast um suðurlandið eða eruð að leita að dagstúra möguleikum á svæðinu, þá eru veiðimöguleikar fjölmargir. Á suðurlandi eru nokkur mjög góð vötn sem eru í Veiðikortinu og þar  eru einnig góðar bleikjuár, laxveiðiár og mjög góðar sjóbirtingsár.

 • Veiðikortið: Það þarf ekki að ferðast langt, fyrir þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu, til að komast í góða vatnaveiði. Elliðavatn og Þjóðgarðshluti Þingvallavatns eru inni í Veiðikortinu.
 • Hvítá og Brúará við Skálholt: Bleikju, urriða og laxveiði í landi Skálholts. Verð á veiðileyfum frá kr. 3.500. Leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spún. Gisting á góðu verði í Skálholti og upplagt fyrir fjölskyldur að stoppa í 2-3 daga.
 • Eldvatn í Meðallandi: Eldvatn er ein besta sjóbirtingsá landsins en hún geymir einnig staðbundinn urriða og bleikju. Svo gengur einnig svolítið af laxi í ána. Sjóbirtingstíminn byrjar yfirleitt um miðjan ágúst, en fram að þvi er hægt að hitta á fína daga við veiðar á öðrum tegundum. Verð veiðileyfa yfir sumarið er kr. 6.000 stöngin. Hægt er að leigja góð hús sem gista frá 4-16 pax og verð er um 25.000 nóttin.
 • Brúará, Spóastaðir: Stakir dagar seldir, fluga/maðkur/spúnn. Verð veiðileyfa frá kr. 3.500. Góður kostur fyrir alla fjölskylduna.
 • Hlíðarvatn í Selvogi: Stakir dagar, heilir sólarhringar. Gisting í veiðihúsi við vatnið. Gott verð. Upplagt fyrir alla fjölskylduna.
 • Laxveiði, stakar vaktir: Á vesturbakka Hólsár, fyrir neðan Rangárnar, má veiða á flugu, maðk og spún. Seldir eru 1/2 dagar í senn, 2 stangir.  Upplagt fyrir fjölskyldur að kíkja saman í laxveiði á sanngjörnu verði, með góðri laxavon.