Síðan um miðjan maí, höfum við verið með Veiðisvæðin í Fossá á kynningarafslætti. Efra svæðið, fyrir ofan Hjálparfoss og uppað Háafossi, er á kr. 10.000 (2 stangir) og neðra svæðið, frá Hjálparfossi og niður að ármótum við Þjórsá er á kr. 15.000 (2 stangir)

Í gær var David Zehla við veiðar á neðra svæðinu, við annan mann. Þeir áttu frábæran dag og veiddu vel af bleikju en náðu einnig flottum sjógengnum urriðum. Fundu þeir fisk bæði fyrir neðan Hjálparfoss og á neðri hluta svæðisins. Stærsti fiskurinn var 9-10 punda sjóbirtingur sem tók fyrir neðan foss.

Enn er hægt að ná sér í snemmsumarsdag á flottu verði á þessu frábæra svæði.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá gærdeginum.