Fyrsti dagur veiðitímabilsins var í gær í Svartá í Skagafirði. Veitt er með max 4-6 stöngum í Svartá og er fluga eina leyfilega agnið. Öllum fiski er sleppt aftur í ána. Svartá er ekki þekkt fyrir magnveiði, heldur þann stóra urriða sem býr í ánni. Árlega veiðast urriðar um og yfir 70 cm langir.

Veiði hófst í Svartá í gæt og voru það Valdemar Friðgeirsson og félagar sem „opnuðu“ ána, eins og oft áður. Ástundun var lítil, enda veiðimenn ekki síður mættir til að njóta góðs félagsskapar. Áin kemur vel undan vetri, en  átta fiskar komu á land og margir þeirra mjög vænir. Þennan hérna á myndinni, veiddi Valdemar og mældist hann 62 cm langur.

Hérna má finna veiðileyfi í Svartá í Skagafirði.