Gufuá hefur verið einstaklega vatnslítil í sumar, og hafa veiðimenn verið að bíða eftir rigningunni sem kom svo sannarlega um helgina og síðustu daga. Framan af sumri þá er Veiðin mest neðst í ánni, þar sem áin deilir ósi með Hvítá. En þegar fer að rigna þá leitar laxinn ofar í ána, langt upp fyrir þjóðveg þegar gott vatn er í ánni.

Veiðimaður sem var á ferðinni við ána í dag, kíkti í veiðibókina í lok dags. Þar sá hann að 10 laxar og 2 sjóbirtingar voru skráðir í bókina í gær, 8. September og í dag voru 4 laxar skráðir í bókina ásamt 1 sjóbirtingi. Sama veiðimaðurinn var skráðir fyrir öllum 12 fiskunum í gær, 8. sept. Jafnframt heyrðum við að veiðimenn voru að setja í laxa, uppí veiðistað nr 43 sem er vel fyrir ofan þjóðveg. Stærsti laxinn sem kom á land var um 8 kg, en honum var sleppt aftur.

Stangardagurinn er á kr. 15.000 í Gufuá núna í September. Sjá lausa daga hérna.