Úteyjar svæðið í Hólaá er að okkar mati eitt besta bleikjusvæði á suðurlandi. Á góðum dögum þá er svæðið teppalagt af bleikju. Fyrst og fremst er um að ræða staðbundna bleikju sem á heimkynni í Laugarvatni, Hólaá og Skillandsá. Það er áramunur á því hvenær bleikjan færir sig niður í Hólaá, úr vatninu. Uppúr miðjum maí sjáum við oft vænni bleikjuna mæta á svæðið en þegar kemur inní júní þá kemur smærri bleikjan niður í ánna.

Veiðimenn sem voru í Hólaá í síðustu viku sögðu að þeir hefðu séð bleikju frá útfallinu og niður allt Úteyjarsvæðið. Veiddu þeir vel og er andstreymisveiði með púpu lang gjöfulasta vopnið þegar reynt er við bleikjuna í ánni. Veiðimenn veiddu ekki bara vel í ánni, en vatnið gaf einnig vel – bæði svæðið við bílastæðið og einnig bakkinn alveg niður að Á. Í vatninu veiddist vel á spún.

Úteyjar svæðið er að okkar mati eitt besta æfingasvæðið hér á suðurlandi fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði. Oft á tíðum sjá veiðimenn bleikjuna vel sem gerir veiðina enn skemmtilegri.

Hérna má sjá lausa daga á Úteyjarsvæðinu næstu daga.