Það er ennþá um mánuður eftir af laxveiðitímabilinu – nokkrar ár eru „opnar“ inní miðjan október. Flestir laxar sem eru í ánum eru búnir að vera þar frá því fyrr í sumar og hafa því séð flestar flugur og annað agn þar sem það er leyfilegt. Veiðimenn með reynslu vita að þá þarf að bæta öðrum leiðum til að ná athygli þeirra. Í gær áttu 2 veiðimenn flottan dagpart í Ytri Rangá. Eftir kalda nótt, hófu þeir veiðar uppúr kl. 9:30 og luku veiðum um kl. 17:30. Settu þeir í hátt í 20 laxa og lönduðu 12 og flestir tóku þeir flugur að stærðinni 18-16. Flugan sem skilaði flestum löxum, 10, var Green Brahan Longtail stærð 16 og 18. Rauður frances nr. 16 og 18 skilaði einnig löxum á land.

Hérna eru lausir dagar í Ytri Rangá í haust. Frá og með morgundeginum þá fara menn yfir alla ána á 1 degi.

Hér eru nokkrar myndir frá gærdeginum