Veiðileyfi í Hvannadalsá eru nú komin á veiða.is.

Hvannadalsá er falleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp með fjölbreytt úrval veiðistaða. Hún rennur um Hvannadal og til sjávar á Langadalsströnd. Áin er um 260 km frá Reykjavik.  Hvannadalsá er ein 3ja laxveiðiáa við Ísafjarðarðardjúp og er oft kölluð perlan í Djúpinu. Hún er systurá Langadalsár, enda hafa þær sameiginlegan Ós.  Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá.  Veiðisvæðið er um 7 km langt.

Breyting fyrir sumarið 2019: Nýjir leigutakar Langadalsár og Hvannadalsár selja árnar 2 saman í róteringu góðan hluta sumarsins, en hluta tímabilsins er hægt að bóka Hvannadalsá sér, hérna á vefnum, og þá eru 2 stangir seldar saman í pakka í 2 -3 daga. Ef óskað er eftir að bóka Langadalsá og Hvanndalsá, saman. Sendið þá á okkur tölvupóst.

Hérna má finna laus holl í Hvannadalsá í sumar