Veiðileyfi í Langadalsá eru núna komin í vefsöluna hjá okkur.

Breyting fyrir sumarið 2019: Nýjir leigutakar Langadalsár og Hvannadalsár selja árnar 2 saman í róteringu góðan hluta sumarsins, en hluta tímabilsins er hægt að bóka Langadalsá sér og þá eru 4 stangir seldar saman í pakka í 2 -3 daga. Hér á vefnum eru laus holl á Langadalsá í sumar.

Langadalsá á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í um 4 – 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, 24 km.að lengd og fellur um samnefndan dal til sjávar við Nauteyrarós innst við Ísafjarðardjúp. Áin er fiskgeng um 20 km. veg og meðal sumarrennsli 1,6 rúmm. á sek. Hún rennur um vel gróið láglendi norður Langadalinn, sem er óvanalegt á þessum slóðum.

Áin er veidd með aðeins 4 stöngum og er eingöngu leyfð fluguveiði enda er áin einstaklega vel fallin til fluguveiða. Öllum laxi skal sleppt.

Hérna má sjá laus holl á þessari stundu.