//Hvolsá og Staðarhólsá – laus holl

Hvolsá og Staðarhólsá – laus holl

Hvolsá og Staðarhólsá er mjög vel bókuð fyrir næsta veiðitímabil, enda hentar stærð svæðisins, leyfilegt agn og veiðihúsið, vel fyrir íslenska veiðihópa. Veitt er á 4 stangir í Hvolsá og Staðarhólsá og Leyfilegt agn er fluga og maðkur. Mjög gott veiðihús fylgir leyfunum en í húsinu eru 4 2ja manna herbergi og 2 eins manns, ásamt góðri stofu, eldhúsi osfrv.

Góð veiði var í Hvolsá og Staðarhólsá á síðustu vertíð en þá voru um 320 laxar færðir til bókar og rétt um 200 bleikjur.

Eins og áður sagði, þá er svæðið nú þegar mjög vel bókað en meðal lausra daga eru eftirfarandi holl.

  • Fimm holl á tímabilinu 3-13. júlí.
  • 2-4. og 4-6. ágúst voru að losna, verslunarmannahelgartengd-holl.
  • 20-22. ágúst (bókað)
  • Svo er töluvert laust frá 26. ágúst.

Hérna er hægt að kíkja á laus holl.

2018-12-14T10:26:02+00:004. desember 2018|Fréttir|