//Litla Þverá – Veiðileyfin eru komin á vefinn

Litla Þverá – Veiðileyfin eru komin á vefinn

Litla Þverá rennur í Þverá fyrir ofan veiðistað nr 32. Litla Þverá er veidd með 2 stöngum og er fluga eina leyfilega agnið. Heimilt er að halda eftir 1 laxi á dag, pr stöng. Ekkert veiðihús er við Litlu Þverá og eru stakir dagar seldir, Veitt frá morgni til kvölds með hefðbundinni pásu yfir miðjan daginn.

Nú eru veiðileyfin fyrir Litlu Þverá komin á vefinn, fyrir veiðitímabilið 2019. Veiðitímabilið í Litlu Þverá er stutt, en veiðin hefst 20. ágúst og lýkur 15. september. Veiðin sumarið/haustið 2018 var góð í Litlu Þverá og mátti finna fisk víða á svæðinu.

Mynd: Sigurður Bjarni með 78 cm hrygnu sem hann landaði úr streng ofan Urðarhyls í Litlu Þverá, September 2018

2018-12-07T20:01:59+00:007. desember 2018|Fréttir|