Þegar lyktin af vorinu fer að finnast, á milli vorlægðanna sem lemja landið, þá ókyrrast veiðimenn venju samkvæmt og fara að huga að fyrstu veiðiferð ársins. Hérna á vefnum bjóðum við veiðileyfi á ýmiss svæði þar sem veiði hefst 1. apríl. Þessi svæði eru bæði á Suður og Norðurlandi. Kíkjum aðeins á úrvalið:

Brúará, fyrir Landi Spóastaða – Allt að 8 stangir seldar á þessu svæði. Aðgengi mjög gott og veiði oft fín á vorin. Gott er að kíkja yfir þessa veiðistaðalýsingu, sem eldist ágætlega, áður en farið er til veiða.

Galtalækur – Tvær stangir seldar saman í pakka. Lækurinn geymir stóra og smærri urriða. Galtalækur er fyrsti viðkomustaður ýmissa veiðimanna vor hvert – lækurinn var að koma í sölu og er 1. apríl laus.

Hraun í Ölfusi – Sjóbirtingssvæði þar sem allt agn er Leyfilegt. Veiðin er oft mjög góð í apríl og maí á Hrauninu.

Vatnamótin – Eitt besta sjóbirtingssvæði landsins. Yfir tímabilið veiðast yfirleitt á bilinu 1200 – 1700 birtingar. Nokkrir dagar lausir í vor.

Myrarkvisl – Vorveiðin í Mýrarkvíslinni hefur svo sannarlega sannað sig. Veiðin síðustu vor hefur verið góð og mikið af stórum urriða veiðast.

Brunná/Sandá – Vorveiðin á þessu svæði hefur verið mögnuð síðustu vor. Það er erfitt að finna svæði sem geymir jafn mikið af stórum fiski á vorin í venjulegu ári.

Við vonum að veiðimenn finni eitthvað við sitt hæfi hérna á vefnum, til að ná úr sér veiðiskjálftanum.