//Laxá í Laxárdal (í Skefilsstaðarhreppi) – leyfin eru komin á vefinn

Laxá í Laxárdal (í Skefilsstaðarhreppi) – leyfin eru komin á vefinn

Laxá í Laxárdal í Skefilstaðahreppi (Laxá á Skaga eða Laxa í Laxárdal) er dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Laxá, sem er fyrst og fremst laxveiðiá, hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum. Veitt er um 50 daga á sumri og hámarksveiði á dag er 5 laxar á stöng en einungis má halda eftir 1 hæng, undir 70 cm löngum.

Veiðin síðustu ár hefur gengið vel og er laxastofn árinnar klárlega að styrkjast. Þeir veiðidagar sem koma í sölu ár hvert, hafa yfirleitt rokið út, enda á áin marga fylgjendur.

Laxá hefur verið í sölu hérna á veiða.is undanfarin ár og nú eru fyrstu dagarnir komnir í sölu. Verðið er óbreytt á milli ára. Hérna má sjá lausa daga.

2018-12-14T18:04:42+00:0014. desember 2018|Fréttir|