//Syðri Brú í Soginu – Leyfin eru komin á vefinn

Syðri Brú í Soginu – Leyfin eru komin á vefinn

Nú höfum við sett veiðileyfin á Syðri Brú, veiðitímabilið 2019, í sölu hér á vefnum. Þetta er annað tímabilið sem Syðri Brú er í sölu hér á veiða.is.

Syðri Brú er stór skemmtilegt laxveiðisvæði, og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Syðri Brú er efsta veiðisvæðið í Soginu, í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Svæðið er stutt og þægilegt og nær frá Landaklöpp niður að Merkjalæk um 2,5 km. 8 merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Ber þar helst að nefna helst að nefna Landaklöpp, sem er efsti veiðistaður svæðisins og beint niður af veiðihúsinu. Landalöpp hefur í gegn um tíðina oft gefið frábæra veiði. Viljum við benda veiðimönnum á að öll veiði er bönnuð frá gömlu brú sem liggur ofan við Landaklöpp. Þar sem Landklöpp er efsti veiðstaður í Soginu þá safnast oft mikið af Laxi á Landaklöppinni.
Á svæði Syðri Brúar veiðist töluvert af bleikju, einnig reitingur af urriða.
Leyfileg er að taka einn smálax á dag undir 70 cm. En allan silung sem veiðist er leyfilegt að taka. Eina leyfilega agnið er fluga.
Seldir eru stakir dagar og veiðitíminn er hefðbundinn.
Ekkert veiðihús fylgir leyfunum, en hægt er að útvega gistingu í húsinu sem stendur við efsta veiðistaðinn, Landaklöpp.

2018-12-19T21:13:58+00:0019. desember 2018|Fréttir|