Tekist hefur samkomulag um fækkun neta í Ölfusá og Hvítá á komandi veiðitímabili. Mun fleiri laxar munu því eiga þess kost að synda uppí vatnakerfi Sogsins og Hvítár, uppá sínar hrygningastöðvar. Talið er að sá fjöldi geti numið allt að 500 löxum á sumri. Eftirfarandi tilkynning var send út af NASF:

„NASF á Íslandi (North Atlantic Salmon Fund), nátt­úru­vernd­ar­sam­tök sem hafa vernd norðuratlants­hafslax­ins að meg­in­mark­miði, hafa kom­ist að sam­komu­lagi við hluta land­eig­anda á vatna­svæði Hvítár og Ölfusár um að laxa­net þeirra verði ekki sett niður næstu 10 ár, til 2031. Sam­komu­lagið fel­ur í sér að NASF á Íslandi greiðir um­rædd­um land­eig­end­um á svæðinu fyr­ir að veiða ekki lax með net­um.“

Elv­ar Örn Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri NASF á Íslandi:

„Það er ánægju­legt að hafa náð sam­komu­lagi við hluta land­eig­anda á svæðum Hvítár og Ölfusár en sam­an deil­um við þeirri sýn vilja að sjá stofn atlants­hafslax­inn vaxa enn frek­ar. Neta­veiðar hafa verið stundaðar bæði sem afþrey­ing og til tekju­lind­ar um ára­bil og við ber­um virðingu fyr­ir þeirri hefð sem hef­ur skap­ast á svæðinu. Það er ekki og hef­ur aldrei verið mark­mið sam­tak­anna að banna eða koma í veg fyr­ir veiðar, held­ur höf­um við kosið að vinna með land­eig­end­um og bænd­um í þeim til­gangi að vernda stofn­inn. Við von­um að fleiri land­eig­end­ur á svæðinu nái sam­komu­lagi við okk­ur í framtíðinni.“

 

Þess má geta að hérna á Veiða.is má finna veiðileyfí nokkur af veiðisvæðinum í Soginu og Hvítá.  Ljóst má vera að veiðimenn munu án efa njóta þess að þetta skref hafi verið tekið þeirri vegferð að stórfækka netaveiðum á vatnasvæðinu, með það að markmiði að vernda laxastofninn á svæðinu.

Hérna má finna veiðileyfi á Bíldfellssvæðið í Soginu

Hérna er Alviðran í Soginu

Hérna er Syðri Brú

Hérna má finna leyfi á Skálholtssvæðið í Hvítá