//Veiðileyfi í Hítará I eru komin á veiða.is

Veiðileyfi í Hítará I eru komin á veiða.is

Hítará hefur verið ein vinsælasta á landsins og hefur selst upp ár eftir ár. Veiðin hefur verið einstaklega góð en áin er mjög hentug fyrir hópa og fjölskyldur. Nýr leigutaki er nú tekinn við ánni og er hún nú komin í sölu hér á veiða.is.

Veiðihús Jóhannesar á Borg við árbakkann hefur átt sinn þátt í vinsældum Hítarár. Veiðistaðirnir Breiðin og Kverk eru við húsið og oft á tíðum er frábær skemmtun að fylgjast með veiðimönnum kljást við laxa fyrir framan húsið. Veiðistaðir í Hítará eru fjölbreyttir og aðgengi að þeim er gott. Fjórar stangir eru á svæðinu til 8.júlí en eftir það er veitt á sex stangir fram að 6. september en þá fækkar stöngum aftur niður í fjórar.

Heildarveiði í Hítará síðasta sumar var 632 laxar. Fluga er eina leyfilega agnið í Hítará I.

Hérna má finna laus holl og verð í Hítará I í sumar.

2019-05-15T14:19:36+00:0014. febrúar 2019|Fréttir|