Eins og flestir veiðimenn vita, þá hefur þeim laxveiðiám, þar sem annað agn er fluga er leyft, fækkað hratt á síðustu árum. Nú síðast var maðki og spún úthýst úr Eystri Rangá í Júlí og fram undir lok ágúst. Þó svo að flestar laxveiðiár á Ísland séu „Fly only“, þá eru enn nokkrar sem leyfa annað hvort maðk eða maðk og spún. Hér að neðan má finna upplýsingar um nokkrar þeirra sem eru í sölu hér á veiða.is
Eystri Rangá – Í Eystri Rangá er breytilegt agn yfir tímabilið. Frá opnun í Júní og fram undir lok ágúst, þá er fluga eina leyfilega agnið en eftir það, og fram í lokun í október þá er einnig leyfilegt að veiða á maðk og spún. Hérna inná vefnum má finna laus leyfi í Eystri Rangá í september og október.
Brennan og Straumar – Leyfilegt að veiða á flugu og Spún í ágúst og september.
Hvolsá og Staðarhólsá – Leyfilegt agn í Hvolsá og Staðarhólsá, allt tímabilið, er fluga og maðkur. Núna er 1 dagur laus í ágúst nokkur holl í september. Sjá hér.
Hörðudalsá – Í Hörðudalsá er leyfilegt að veiða á Flugu og maðk. 2 stangir seldar saman í pakka í 2-3 daga í senn. Sjá hér.
Gufuá – Stakir dagar seldir. Stangardagurinn Frá kr. 16.000. 2 stangir sem seldar eru saman eða í sitthvoru lagi.
Ytri Rangá – Leyfilegt er að veiða á maðk, spún og flugu í Ytri Rangá frá byrjun september en frá opnun og fram að þeim tíma, er fluga eina leyfilega agnið. Hérna má finna laus leyfi í Ytri Rangá í haust.
Borgarsvæðið í Hólsá – Holl laus í ágúst, September og í Október.
Hólsá, Vesturbakki – Leyfilegt er að veiða á maðk og spún á neðsta hluta Hólsár allt tímabilið. Sjá lausa daga hérna.
Hvítá í landi Skálholts – 2 stangir seldar saman í pakka. Leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spún. Stakir dagar. Dýrasti tíminn á kr. 28.000, eða 14.000 stöngin.
Hallandi í Hvítá – 2 stangir seldar saman í 1 dag í senn, 1/2 – 1/2. Veiðihús fylgir. Sjá hérna.
Affallið – Leyfilegt agn í Affallinu er fluga og maðkur. Laus leyfi koma inná vefinn fljótlega
Þverá í Fljótshlíð – Í Þverá er leyfilegt að veiða á Flugu og maðk allt tímabili. Hér á vefnum má finna laus leyfi í júlí og október.
