Nú erum við að koma inní síðasta mánuð laxveiðitímabilsins – sá tími getur oft verið gríðarlega góður, þó veðrið geti verið risjótt. Stóru hængarnir verða núna. Þessar síðustu vikur tímabilsins, þá munum við einnig bjóða fleiri svæði þar sem hægt er að bóka staka dag, 1 eða fleiri, þar sem hægt er að mæta að morgni og veiða daginn, og fara svo heim. Hér að neðan eru nokkur svæði.

Blanda

Nú er staða Blöndulónsins sú að enn vantar um 19 cm í yfirfall og alveg óvíst hvenær lónið flæðir yfir. Þessi staða gefur veiðimönnum tækifæri til að veiða Blöndu á Frábæru verði.

Blanda I – Stakir dagar seldir. Veiða má á 4 stangir en greitt er fyrir 3 stangir. Verð á stangardag, kr. 28-32.000. Sjá lausa daga hérna.

Blanda II – Stakir dagar seldir. Veiða má á 4 stangir en greitt fyrir 3 stangir. Verð á stangardag kr. 25-29.000. Sjá lausa daga hérna.

Blanda III – Stakir dagar seldir. Veiða má á 3 stangir en greitt er fyrir 2 stangir. Verð á stangardag kr. 23-27.000. Sjá lausa daga hérna.

Blanda IV – Seld eru 2ja daga holl hérna. 3 stangir saman í pakka. Verð á stangardag 43-45.000. Ath. hús fylgir ekki með, en hægt er að aðstoða með gistingu. Sjá lausa daga hérna.

ATH. Öllum laxi skal sleppt í Blöndu núna í haustveiðinni.

Sogið – Alviðra

Í September seljum við staka daga inná Alviðruna, frá morgni til kvölds með hefðbundinni pásu yfir miðjan daginn. Veiða má á 3 stangir. Suma daga þá seljum við á betra verði, greitt er fyrir 2 stangir en veiða má á 3 stangir. Hérna má finna lausa daga