Vorveiðileyfi

Veiðitímabilið hefst formlega þann 1. apríl. Hér á suðurlandi, og landinu öllu, hefur tíðin verið annsi risjótt en þegar litið er til veðurspár fyrir síðustu daga mars mánaðar, þá er gert ráð fyrir allt að °10 hita, föstudaginn 31. mars. Það stefnir því í að hægt verði að nýta fyrstu daga apríl mánaðar í skemmtilega útveru – bara að muna að klæða sig vel

Hér á veiða.is bjóðum við uppá fjölda skemmtilegra vorveiðisvæða.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir svæðin okkar. Í langflestum tilfellum eru seldir stakir dagar, frá morgni til kvölds.

 

Torfastaðir, Sog – Bleikja, Birtingur og Urriði. Stakir dagar.

Brúará, Spóastaðir – Bleikja og urriði.

Brúará, Skálholt – Bleikja og urriði.

Hólaá. Útey – Bleikja og urriði.

Fossá – Silungasvæði

Galtalækur – Urriði. Lausir dagar 1. og 2. apríl.

Hraun í Ölfusi – Sjóbirtingur og urriði

Hvítá fyrir landi Skálholts – Sjóbirtingur, urriði og bleikja

Minnivallalækur – Urriði. Laus holl.

Skorradalsvatn – Veiði hefst 20. apríl. Frábært veiðivatn með góðri stórfiskavon.