Laxveiðitímabilið hefst eftir rétt um 3 mánuði en líklega koma fyrstu laxarnir uppí árnar eftir rúmlega 2 mánuði. Framboð laxveiðileyfa er töluvert þessa dagana og hefur verð veiðileyfa í ýmsum tilfellum lækkað á milli ára, eða í það minnsta staðið í stað. Verðbil dagleyfa er mismunandi frá einnig veiðiá til þeirrar næstu, eins og veiðimenn vita. Hægt er að fá dagleyfi niður í ca. 20.000 og uppí miklu hærri tölur.  Verð veiðileyfa, hvort það sé hátt eða lágt, er að sjálfsögðu afstætt en hér að neðan nefnum við nokkrar veiðiár þar sem verð veiðileyfa er í lægri kantinum.

 

Litla Þverá – Tvær stangir seldar saman í pakka. Verð á stangardag er kr. 26.000. Heilir dagar seldir, ekkert hús.

Hvannadalsá – Tveir til 3 dagar seldir saman í hollum. Tvær stangir seldar saman. Verð á stangardag er frá kr. 20.000 – 43.000

Fossá í Þjórsárdal – 2 stangir seldar saman í pakka. Heilir dagar. Stangardagurinn frá kr. 20.000 – 50.000

Þverá í Fljótshlíð – 4 stangir seldar saman í pakka, 2 daga í senn. Verð á stangardag frá 20.000 – 50.000

Syðri Brú – 1 stangarsvæði, efst á austurbakka Sogsins. Heilir dagar seldir. Stangardagurinn á kr. 35.000 – 45.000

Norðurá II, Munaðarnessvæðið – Heilir dagar seldir. Veiða má á allt að 3 stangir. Stangardagurinn frá kr. 21.300

Hólsá, Vesturbakki – 2ja stanga svæði neðst í Hólsánni. Heilir dagar. Stangardagurinn frá kr. 20.000

Grjótá og Hítará – 2 stangir seldar saman í pakka í 2 daga í senn. Stangardagurinn frá kr. 30.000. Nokkur holl í ágúst mánuði eru núna á tilboði.

Blöndusvæðið – Verð á stangardag á Blöndusvæðinu er frá kr. 17.000. Töluvert er laust frá byrjun ágúst og út tímabilið.

Brennan í Borgarfirði – Verð á stangardag á Brennusvæðinu er frá kr. 18.700. Ath. nokkur holl í Brennunni eru á sértilboði. Hérna má sjá lausa daga á Brennusvæðinu

Straumar í Borgarfirði – Verð á stangardag í Straumum í Borgarfirði, er frá ca. 30.000 á stangardaginn. Ath. nokkur holl í Straumunum eru á sértilboði. Hérna má sjá lausa daga á Strauma svæðinu.

 

Hægt er að senda póst á [email protected] fyrir frekari upplýsingar um þau svæði sem eru í sölu á vefnum.