Nú er að halla undir lok veiðitímabilsins. Margar laxveiðiár „loka“ í síðustu viku September en nokkrar eru „opnar“ fram í október og meðal þeirra er Ytri Rangá, Eystri Rangá og Vatnsá. Við eigum nokkra daga lausa nú í September og október. Sjá að neðan:
- Vatnsá – Eigum laust hollið 18-20. September. 2 stangir seldar saman. Síðasta hollið var með 10 laxa og slatta af sjóbirtingum urriðum sem bæði veiddust í ánni og Heiðarvatni.
- Fáskrúð – eigum 2 laus holl í Fáskrúð í September. 24-26. sept og 26-28. sept. Stangardagurinn á um kr. 32.000. September er oft besti tíminn í Fáskrúð.
- Ytri Rangá – Eigum stangir lausar 28. September í Ytri Rangá. Stangardagurinn á kr. 45.000. Sjá hér.
- Eystri Rangá – Eigum lausar stangir í Eystri Rangá, flesta daga út September.
- Hvolsá og Staðarhólsá – Veiðin í Hvolsá og Staðarhólsá hefur verið góð í sumar. Við eigum örfáa daga lausa í September.
- Laxá og Brúará – Laxá og Brúará er flott sjóbirtingssvæði fyrir austan klaustur. Veiðin hefur verið góð á svæðinu og mikið af fiski á svæðinu. Við eigum lausa örfáa daga.
- Skógá – Veiðin í Skógá hefur verið ágæt í sumar. Skógá er fyrst og fremst síðsumars á en Veiðin er yfirleitt best í ágúst og September. Við eigum 2 lausa daga í September, 20. og 21. sept.
- Syðri Brú í Soginu – Það eru 2 lausir dagar að Syðri Brú, 17. og 18. September.
- Vatnamótin – Veiðin í Vatnamótunum hefur verið flott á þessu veiðitímabilið. Heildarveiði er komin í um 1.500 birtinga. Við eigum laus 3 holl í byrjun október.
- Þverá í Fljótshlíð – Veiðin í Þverá er búin að vera flott í sumar og haust og er heildartalan komin uppá ca. 450 laxa sem er sama og heildarveiðin á síðasta ári. Við eigum laus holl í október.
- Affallið – Veiðin í Affallinu er búin að vera mjög góð í sumar en heildartalan núna er nálægt 800 löxum. Við eigum laus holl í Október